Veðbókarvottorð gerð opinber

www.svipan.is

Þinglýsingarvottorð þingmanna hafa verið birt á netinu. Skjölin eru öllum aðgengileg. Vefritið Svipan vakti athygli á þessari birtingu og safnaði saman hlekkjum á veðbókarvottorðin.

Margrét Rósa Sigurðardóttir, sem situr í ritstjórn Svipunnar, segir að vefritið hafi ákveðið að vekja athygli á þessu vegna þess að fjárhagsstaða þingmanna varði almenning.

„Þingmenn eru að meðhöndla lög um skuldir heimilanna og einnig varðandi leiðréttingu á ýmsu sem varðar skuldastöðu fólksins í landinu,“ segir Margrét Rósa. Hún segir ritstjórn Svipunnar ekki hafa fengið nein viðbrögð frá þingmönnum vegna þessa.

Þinglýsingarvottorðin á vefsíðu Svipunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka