Kirkjuráð hefur sent öllum alþingismönnum sem og fulltrúum í stjórnlagaráði áskorun kirkjuþings um að ákvæði um þjóðkirkju verði áfram í fyrirhugaðri nýrri stjórnarskrá, að því er segir í fréttatilkynningu.
„[A]ð öðrum kosti verði þess gætt að ákvörðun um afnám þjóðkirkju úr stjórnarskrá verði tekin á þann veg sem núgildandi stjórnarskrá býður svo að þjóðin sjálf fái notið þess réttar að greiða sérstaklega atkvæði um slíka ákvörðun,“ segir ennfremur í tilkynningunni.