Birkir Jón Jónsson, þingmaður og fulltrúi Framsóknarflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd, hefur óskað eftir fundi í efnahags- og viðskiptanefnd til að fara yfir stöðu Fjármálaeftirlitsins (FME).
Birkir óskar ennfremur eftir því að stjórn FME mæti á fund nefndarinnar og geri grein fyrir stöðu mála í kjölfar uppsagnar forstjóra stofnunarinnar. Hann segir brýnt að þessi fundur fari fram hið fyrsta.