Vill stofna auðlindasjóð

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður segir að nýlegar fréttir um rannsóknir á hafsbotni á Drekasvæðinu undirstriki nauðsyn þess að stofna auðlindasjóð svo tryggt sé að arðurinn af auðlindinni fari til þjóðarinnar.

Fréttir herma að á Drekasvæðinu sé virkt kolvetniskerfi sem gefur góðar vísbendingar og vonir um olíu. „Þessar fréttir vekja okkur til hugsunar um auðlindamál okkar Íslendinga, hvort sem þau lúta að jarðefnum, háhita, vatni eða fiskistofnum, svo fátt sé nefnt. Markviss nýtingarstefna gagnvart auðlindunum er okkur lífsnauðsyn, það hvernig við innköllum arð af auðlindum okkar, og þá ekki síður hvernig við ráðstöfum þeim arði,“ segir Ólína á blogg-síðu sinni.

„Nú er aðkallandi að móta trausta umgjörð um nýtingu allra okkar auðlinda með almannahag og samfélagslega hagkvæmni að leiðarljósi. Þess vegna má ekki dragast úr hömlu að stofna auðlindasjóð sem býður út nýtingarsamninga eða -leyfi til afmarkaðs tíma í senn að teknu tilliti til upphafsfjárfestinga og afskriftartíma – sjóð sem tekur við tekjum af auðlindanýtingunni og ráðstafar þeim til samfélagslegra og uppbyggilegra verkefna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert