Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mælir gegn almennri niðurfærslu verðtryggðra lána eða öðrum slíkum almennum aðgerðum. Slíkar aðgerðir væru ómarkvissar að mati nefndarinnar og myndu ekki náð að öllu leyti til þeirra sem þurfa á mestri hjálp að halda.
Fulltrúar sendinefndar AGS hafa verið á landinu undanfarið og kynntu greiningu sína á ástandinu á Íslandi á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum nú fyrir stundu.
Það kom fram í máli fulltrúanna að miklar opinberar skuldir takmarki möguleikana á að grípa til slíkra almennra aðgerða til niðurfærslu skulda án þess að útgjöldum ríkisins verði forgangsraðað upp á nýtt eða til komi nýjar tekjur. Mikilvægt sé að ekki verði grafið undan þeim ávinningi sem Ísland hefur náð í að rétta af fjárhag ríkisins.