AGS andvígur almennri skuldaniðurfærslu

Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS á Íslandi og Julie Kozack, yfirmaður …
Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS á Íslandi og Julie Kozack, yfirmaður sendinefndarinnar kynna vinnu sendinefndarinnar og árangur viðræðna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sendi­nefnd Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins mæl­ir gegn al­mennri niður­færslu verðtryggðra lána eða öðrum slík­um al­menn­um aðgerðum. Slík­ar aðgerðir væru ómark­viss­ar að mati nefnd­ar­inn­ar og myndu ekki náð að öllu leyti til þeirra sem þurfa á mestri hjálp að halda.

Full­trú­ar sendi­nefnd­ar AGS hafa verið á land­inu und­an­farið og kynntu grein­ingu sína á ástand­inu á Íslandi á blaðamanna­fundi á Kjar­vals­stöðum nú fyr­ir stundu.

Það kom fram í máli full­trú­anna að mikl­ar op­in­ber­ar skuld­ir tak­marki mögu­leik­ana á að grípa til slíkra al­mennra aðgerða til niður­færslu skulda án þess að út­gjöld­um rík­is­ins verði for­gangsraðað upp á nýtt eða til komi nýj­ar tekj­ur. Mik­il­vægt sé að ekki verði grafið und­an þeim ávinn­ingi sem Ísland hef­ur náð í að rétta af fjár­hag rík­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert