Biðja fólk að huga að híbýlum

Almannavarnir beina þeim tilmælum til fólks á jarðskjálftasvæðum að það hugi vel að híbýlum sínum, hillum, húsgögnum, málverkum og myndum og öðru lauslegu, þannig að ekki skapist hætta í jarðskjálftum.

Undanfarna daga hafa jarðskjálftar orðið bæði á Suðvesturlandi og fyrir norðan. Nokkrir jarðskjálftar urðu í grennd við höfuðborgarsvæðið við Helgafell rétt ofan við Hafnarfjörð aðfaranótt 1. mars.

Var stærsti jarðskjálftinn af stærðinni 3,6 og nokkrir á bilinu 2,8, 2,4 og 2,3. Skjálftarnir fundust víða á suðvesturhorninu og var mörgum brugðið enda var jarðskjálftinn mjög nálægt þéttbýli, að því er segir á vef Almannavarna.

Þá urðu tveir jarðskjálftar fyrir norðan um svipað leyti af stærðinni 2,3 og annar 3,3, sá fyrri austanvert við Þeistareyki og sá síðari norðvestur af Gjögurtá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert