Gunnlaugur Stefánsson: Kirkjan og þjóðin

Gunnlaugur Stefánsson
Gunnlaugur Stefánsson

„Frá kristni­töku hef­ur krist­inn siður verið kjöl­festa í þjóðskipu­lagi og menn­ingu þjóðar­inn­ar,“ seg­ir Gunn­laug­ur Stef­áns­son, sókn­ar­prest­ur í Hey­döl­um, í grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Hann seg­ir að nú sé rætt hvort þess skuli áfram getið í stjórn­ar­skrá, en þar standi í 62. gr.: „Hin evang­eliska lút­erska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi og skal rík­is­valdið að því leyti styðja hana og vernda.“ Þetta ákvæði und­ir­strik­ar, seg­ir Gunn­laug­ur, að þjóðkirkj­an skuli varðveita evangelísk­an og lút­ersk­an sið í land­inu, þjóna öll­um lands­mönn­um óháð bú­setu og stöðu og njóti til þess stuðnings rík­is­valds­ins.

Gunn­laug­ur tel­ur að sam­búð kristni og þjóðar hafi verið far­sæl og seg­ir að Þjóðkirkj­an hafi rík­ar skyld­ur við menn­ing­ar­lífið og með þjón­ustu við fólkið í land­inu. „Nú hafa marg­ir áhyggj­ur af, að sam­búðin kunni að lask­ast ef ekki verður kveðið á um þjóðkirkju og krist­inn sið í stjórn­ar­skrá,“ seg­ir Gunn­laug­ur, en grein hans má lesa í heild í blaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert