Hallur Már -
Sigurður Þ. Ragnarsson hefur sagt skilið við flokkinn Samstöðu. Hann segist vera afar sár yfir framgöngu Lilju Mósesdóttur í málinu en hann fékk fyrir mistök sendan tölvupóst frá Lilju þar sem hún útskýrir fyrir Marinó G. Njálssyni, samflokksmanni sínum í Samstöðu, hvers vegna Sigurður hafi yfirgefið flokkinn. Fyrir mistök setti Lilja Sigurð óvart í cc sem viðtakanda.
Hér sést tölvupósturinn, sem barst Sigurði frá Lilju fyrir mistök, og Sigurður segir ekki vera sannleikanum samkvæmt, í það minnsta stílfærðan.
From: Lilja Mósesdóttir
Sent: Friday, March 02, 2012 9:21 AM
To: 'Marinó G. Njálsson' ; 'Haldor Nikulas' ; 'Kristbjörg Þórisdóttir'
Cc: 'Ragný Þóra Guðjohnsen' ; sigurdur@xxxxx.is ; 'Agnes Arnardóttir' ; maria.gretarsdottir@xxxx.com; xxxxk@xxxx.is ; xxxxx@xxxx.is ; xxxxx@xxxxx.is ; xxxx@xxxx.is
Subject: RE: Frétt um Sigga - Hvað er að gerast?
Sæll Marinó
Við settum meðfylgjandi yfirlýsingu á www.xc.is. Sendum hana líka á fjölmiðla í morgun.
Sigga fannst stjórnin ekki sýna sér nógu mikla virðingu. Hann krafist þess m.a. í bréfi til eins stjórnarmeðlims að viðkomandi segði af sér. Sök viðkomandi stjórnarmeðlims var m.a. að hann hafði ekki hrósað Sigga fyrir frammistöðu hans á blaðamannafundinum í Iðnó. Þetta gerðist í byrjun febrúar. Eins og þú veist, þá getur varaformaður ekki vísað fólki úr stjórn og við reyndum að gera honum grein fyrir því ásamt því að koma á sáttum. Eftir þessa uppákomu fór óánægja hans að beinast að öðrum í stjórninni. Við höfum reynt í nokkrar vikur að ná sáttum við Sigga án þess að það hafi borið árangur. Ég harma það en við reyndum okkar besta.
Kveðja
Lilja