„Hundleiðinlegt í sjóinn“

Herjólfur á siglingu.
Herjólfur á siglingu. mbl.is/Sigurður Bogi

„Það er al­veg hund­leiðin­legt í sjó­inn,“ seg­ir Hall­grím­ur Hauks­son, yf­ir­stýri­maður á Herjólfi, sem legg­ur vænt­an­lega að bryggju í Þor­láks­höfn rétt fyr­ir klukk­an sjö. „Það er mik­il alda og rok, 20 metr­ar á sek­úndu.“

Að sögn Hall­gríms hafa verið mikl­ar taf­ir á ferðum Herjólfs í dag, en mik­ill mótvind­ur er á leið til Eyja og seinkaði för Herjólfs um tæpa klukku­stund á leið til Eyja í dag.

Skipið á eft­ir að fara eina ferð þangað í kvöld. „Það verður erfitt á baka­leiðinni,“ seg­ir Hall­grím­ur.

Um 70 farþegar eru um borð í Herjólfi á leið til Þor­láks­hafn­ar og Hall­grím­ur seg­ist ekki hafa heyrt af mik­illi sjó­veiki í þessu vonsku­veðri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert