Búnaðarþing hefur samþykkt ályktun um þar sem segir að virða eigi varnarlínur Bændasamtakanna í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Skorað er á stjórnvöld að setja tafarlaust fram samningsmarkmið sem verndi með skýrum hætti hagsmuni íslensks landbúnaðar.
Búnaðarþing samþykkti einnig ályktun um leiðbeiningarþjónustu í landbúnaði. Í ályktuninni segir að efla þurfi faglegan styrk og auka hagkvæmni leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði. Í því skyni verði ráðgjafarstarfsemi búnaðarsambandanna og Bændasamtaka Íslands sameinuð í eina rekstrareiningu. Markmið breytinganna er að tryggja bændum aðgang að sambærilegri ráðgjöf á sömu kjörum hvar sem þeir búa á landinu, auka faglegt samstarf ráðunauta og nýtingu mannafla, og gera ráðgjafarstörfin eftirsóknarverð.