Flutningabílstjórar eru margir hverjir ósáttir við minnkandi vetrarþjónustu Vegagerðarinnar á þjóðvegi 1.
Kvarta þeir sérstaklega undan skorti á hálkuvörn og snjómokstri núna eftir áramótin, sérstaklega síðdegis og á kvöldin þegar þjónusta er þó sögð til staðar. Lýkur henni yfirleitt kl. 10 á kvöldin.
Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Vegagerðin ræður verktaka í þessi verkefni en sinnir eftir sem áður eftirliti og stjórnun á því hvenær er mokað og hve mikið. Ber Vegagerðin við fjárskorti þegar minnkandi vetrarþjónusta er gagnrýnd.