RÚV hafnar kröfu um Passíusálma

Séra Hallgrímur Pétursson, prestur í Saurbæ.
Séra Hallgrímur Pétursson, prestur í Saurbæ.

Páll Magnússon, útvarpsstjóri, hefur hafnað kröfu Simon Wiesenthal-stofnunarinnar í Los Angeles um að hætt verði að útvarpa Passíusálmunum á Rás 1. Hann sendi Abraham Cooper, rabbína við stofnunina, bréf þess efnis í morgun. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Abraham Cooper gagnrýndi Passíusálmana í bréfi til Páls í febrúar. Hann sagði að í sálmunum væri fimmtíu sinnum vísað til gyðinga, og alltaf á neikvæðan hátt. Flestar þessara tilvísana ýttu undir hatursfullar hugmyndir um gyðinga.

Í svari sínu til Coopers segir Páll að þó að honum finnist upplýst umræða um efni og anda Passíusálmanna bæði gagnleg og áhugaverð sé það eindregin skoðun sín að fremur ströng túlkun stofnunarinnar á sálmunum eigi ekki við rök að styðjast. Hann biður rabbínann að hafa í huga að sálmarnir hafi verið ortir fyrir 350 árum og að þeir lýsi atburðum sem eigi að hafa átt sér stað fyrir um tvö þúsund árum. Passíusálmarnir séu í hávegum hafðir og séu mikilvægur hluti íslenskrar sögu og menningararfleifðar. RÚV muni halda áfram að útvarpa þeim þegar við eigi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert