Þarf að setja lög um flýtimeðferð

Frá fundi Samtaka iðnðarins um gengislánin.
Frá fundi Samtaka iðnðarins um gengislánin. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Þorsteinn Einarsson hæstaréttarlögmaður segist telja nauðsynlegt að setja lög um flýtimeðferð til að hraða því að úrlausn fáist um ágreining um lögmæti gengistryggðra lána.

Þorsteinn sagði á fundi Samtaka iðnaðarins í morgun að það væri mikið að gera hjá dómstólum og að það gæti tekið eitt og hálft ár að koma einkamáli í gegnum dómskerfið. Þrátt fyrir að komið væri á fjórða ár frá hruni væri enn mörgum spurningum um gengistryggð lán ósvarað. Hann sagði að með því að setja lög um flýtimeðferð væri hugsanlegt að koma dómsmálum um þessi lán í gegn á 4-5 mánuðum.

Ragnar Hall hæstaréttalögmaður var sammála um að gagnlegt væri að setja lög um flýtimeðferð. Dómstólar hefðu reynt að flýta afgreiðslu þessara mála og málið sem Hæstiréttur dæmdi í febrúar hefði farið í gegnum dómskerfið á sex mánuðum.

Ragnar sagðist hins vegar ekki telja að Alþingi geti leyst úr efnislegum ágreiningi um lögmæti gengistryggðra lána. Það væri ekki hægt að setja afturvirk lög. Það hefði verið þrýst á Alþingi árið 2010 að setja lög í kjölfar dóms Hæstaréttar. Nú væru þingmenn skammaðir fyrir að hafa sett gölluð lög, en jafnframt kallað eftir að því að ný lög verði sett.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert