Tómas Ingi: Fyrstu skrefin ekki gæfuleg

Tómas Ingi Olrich
Tómas Ingi Olrich

„Í fyrradag sat sá, sem þetta ritar, fund svonefndrar Evrópustofu, sem kynnir sig sem hlutlæga upplýsingaveitu um málefni ESB. Nú er flestum ljóst að Evrópusambandið er ekki hlutlaus stofnun heldur hápólitísk,“ segir Tómas Ingi Olrich, fv. alþingismaður og ráðherra, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Tómas Ingi segir að þegar slík stofnun setji sér það markmið og þann metnað að stunda hlutlæga og ópólitíska upplýsingamiðlun, þá vekur slík yfirlýsing að sjálfsögðu spurningar, sem varða trúverðugleika.

Grein Tómasar Inga má lesa í heild í blaðinu í dag en þar segir hann m.a. í lok greinar sinnar: „Eftir allt það japl, jaml og fuður, sem einkennt hefur viðbrögð forystu ESB við skuldakreppu aðildarríkjanna, og alla þá óvissu sem enn ríkir um úrlausn þess mikla máls, þá er það mjög svo huglægt mat, svo ekki sé dýpra tekið í árinni, að halda því fram að málið sé leyst. Alla vega er það víðs fjarri því sem á íslensku heitir hlutlæg umfjöllun.

Fyrstu skref Upplýsingaskrifstofu ESB á Íslandi hér norðan heiða eru ekki gæfuleg.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert