Veðurstofan varar við stormi um tíma í kvöld á Suður- og Vesturlandi. Reikna má með vindhviðum allt að 30-40 m/s undir Hafnarfjalli og á utanverðu Kjalarnesi frá því klukkan 18 til klukkan 20 og áfram í kvöld og nótt. Eins er slæm veðurspá fyrir norðanvert Snæfellsnes þar til á morgun, samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar.
Vegir eru að mestu auðir um allt sunnanvert landið þó eru hálkublettir á Lyngdalsheiði.
Það eru hálkublettir á nokkrum köflum á Vesturlandi, einkum á fjallvegum.
Á Vestfjörðum er víða hálkublettir, hálka er á Steingrímsfjarðarheiði og krapi á veginum norður í Árneshrepp.
Aðalleiðir á Norðurlandi eru auðar en sumstaðar eru hálkublettir eða hálka á fáfarnari vegum.
Á Austurlandi er hálka á Breiðdalsheiði en hálkublettir á Vatnsskarði eystra og Öxi.