Vorið lætur á sér kræla

Kvöldsól við vesturhluta Grímseyjar. Sér til lands.
Kvöldsól við vesturhluta Grímseyjar. Sér til lands. Morgunblaðið/Einar Falur

Dýra­líf í Gríms­ey er áber­andi fjöl­skrúðugt þessa dag­ana en fyr­ir um hálf­um mánuði fór svart­fugl­inn að setj­ast upp í björg­un­um í Gríms­ey og þykir það óvenju snemmt. Á vefsvæði Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar seg­ir að þetta sýni að vorið láti nú á sér kræla norður við heim­skauts­baug.

Viðmæl­andi vefsvæðis­ins í Gríms­ey seg­ir að lang­vía og stutt­nefja fylli nú all­ar syll­ur við hreiður­gerð og álk­an er vænt­an­leg í urðina fyr­ir neðan. „Svo virðist sem svart­fugli hafi fjölgað mjög við heim­skauts­baug­inn á síðustu árum og telja Gríms­ey­ing­ar að fugl­inn setj­ist upp svona snemma til að tryggja sér hreiðurstað.“

Milt og gott veður hef­ur verið í Gríms­ey und­an­farið og hval­ir gert sig heima­komna við eyj­una, einkum hnúfu­bak­ur. Þá segja sjó­menn loðnu vaða um all­an sjó, og afla­brögð hafi verið með endem­um góð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert