Ólafur Ragnar gefur kost á sér

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. Reuters

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu í dag þar sem hann lýs­ir því yfir að hann hafi ákveðið að verða við ósk­um um að hann gefi kost á sér til embætt­is for­seta Íslands. Hann biður þjóðina um að sýna því skiln­ing, ef hann ákveði að hverfa til annarra starfa áður en kjör­tíma­bili lýk­ur.

„Að und­an­förnu hef­ur birst í áskor­un­um, könn­un­um, viðræðum og er­ind­um rík­ur vilji til þess að ég breyti þeirri ákvörðun sem ég til­kynnti í ný­ársávarp­inu,“ seg­ir Ólaf­ur í yf­ir­lýs­ing­unni.

„Í rök­stuðningi er vísað til vax­andi óvissu varðandi stjórn­skip­an lands­ins og stöðu for­seta í stjórn­ar­skrá, umróts á vett­vangi þjóðmála og flokka­kerf­is, sem og átaka um full­veldi Íslands. Þá er einnig áréttað mik­il­vægi þess að standa vörð um málstað þjóðar­inn­ar á alþjóðavett­vangi.“ 

„Í ljósi alls þessa og í kjöl­far sam­ráðs okk­ar hjóna og fjöl­skyld­unn­ar hef ég ákveðið að verða við þess­um ósk­um og gefa kost á því að gegna áfram embætti for­seta Íslands sé það vilji kjós­enda í land­inu.“

„Það er þó ein­læg ósk mín að þjóðin muni sýna því skiln­ing þegar stöðug­leiki hef­ur skap­ast í stjórn­skip­an lands­ins og stjórn­ar­fari og staða okk­ar í sam­fé­lagi þjóðanna hef­ur skýrst, ákveði ég að hverfa til annarra verk­efna áður en kjör­tíma­bilið er á enda og for­seta­kjör fari þá fram fyrr en ella.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert