Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað að verslunarhúsnæði að Fiskislóð kl. 22.20 í kvöld þegar tilkynnt var um reyk í íbúð á efri hæð húsnæðisins.
Í ljós kom að reykurinn var minniháttar og lagði frá öskubakka og hafði öllum bílum, að undanskildum einum slökkviliðsbíl, verið snúið við fjórum mínútum seinna.