Vill niðurfellingu erlendra skulda

Sigurjón Þórðarson, formaður Frjálslynda flokksins.
Sigurjón Þórðarson, formaður Frjálslynda flokksins. mbl.is/Golli

„Umræðan um efna­hags­mál er væg­ast sagt und­ar­leg. Aug­ljóst er að helsti vandi ís­lensks efna­hags­lífs eru gríðarleg­ar er­lend­ar skuld­ir þjóðarbús­ins. Skulda­hlassið verður til þess að ís­lenska krón­an fell­ur í verði, þrátt fyr­ir geng­is­höft og já­kvæðan vöru­skipta­jöfnuð,“ seg­ir Sig­ur­jón Þórðar­son, formaður Frjáls­lynda flokks­ins og fyrr­um alþing­ismaður, á heimasíðu sinni í dag.

Hann seg­ir að vanda­málið sé að vext­irn­ir af er­lend­um skuld­um þjóðarbús­ins séu allt of þung­ur baggi á þjóðfé­lag­inu. „Borðleggj­andi er að vand­inn verður ein­ung­is leyst­ur með því ann­ars veg­ar að auka verðmæta­sköp­un og gjald­eyrisöfl­un sam­fé­lags­ins og hins veg­ar að semja um niður­fell­ingu á er­lend­um skuld­um.“

Sig­ur­jón seg­ir að full­trú­ar og álits­gjaf­ar fjór­flokks­ins, fyr­ir utan Vinstri­hreyf­ing­una - grænt fram­boð, láti í það skína að hægt sé að leysa all­an vanda með því að taka upp ann­an gjald­miðil. „Eitt er víst að er­lendu skuld­irn­ar gufa ekki upp við það eitt og ef þær eru ósjálf­bær­ar halda þær áfram að draga efna­hags­leg­an mátt úr sam­fé­lag­inu.“

Þá seg­ir hann ein­kenni­legt að fylgj­ast með þórðargleði stuðnings­manna inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið yfir geng­is­falli ís­lensku krón­unn­ar. „Vissu­lega er ís­lenska krón­an hálf­gerður Trab­ant sem þarf að skipta út. Hvert svo sem tækið verður, sem Íslend­ing­ar hyggj­ast not­ast við í vöru- og þjón­ustu­skipt­um í framtíðinni, þá er ljóst að for­gangs­verk­efnið ætti að vera að  ryðja í burt ófær­um í ís­lensku efna­hags­lífi.“

Heimasíða Sig­ur­jóns Þórðar­son­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka