Aðalmeðferð hafin fyrir Landsdómi

Frá landsdómi í dag
Frá landsdómi í dag mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Aðalmeðferð yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er hafin í Landsdómi. Var honum gerð grein fyrir réttarstöðu sinni og framgangur skýrslutöku skýrður út fyrir honum.

Að sögn Geirs er þetta í fyrsta skipti við rekstur málsins sem hann fær tækifæri til þess að svara spurningum vegna málsins. Fagnaði hann því að fá loksins að svara spurningum vegna ákærunnar.

Geir gerði fyrir dómurum grein fyrir störfum samráðshópsins um fjármálastöðugleika á sínum tíma og að hann hefði ekki haft ástæðu til þess að vantreysta neinum þar. Spurði Geir hvort einhver hefði ætlast til þess, að þessi hópur, samsettur af embættismönnum, gæti komið í veg fyrir bankahrunið á sínum tíma. 

Geir neitaði öllum sakargiftum og segir engin rök vera á bak við þær.

Frá landsdómi í morgun
Frá landsdómi í morgun mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert