Alelda kjúklingur á Ísafirði

Lögreglunni á Ísafirði barst í kvöld tilkynning um eld í heimahúsi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang hafði húsráðandi slökkt eldinn með handslökkvitæki en að sögn lögreglunnar hafði matseldin gengið fremur brösuglega því kviknað hafi í kjúklingarétti.

Reykræsta þurfti íbúðina í kjölfarið en skemmdir eru ekki taldar miklar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert