„Allir eru harmi slegnir“

Frá lögmannsstofunni í Lágmúlanum í morgun
Frá lögmannsstofunni í Lágmúlanum í morgun mbl.is/Sigurgeir

„All­ir eru harmi slegn­ir yfir þessu, við átt­um ekki von á að fá að sjá og heyra svona frétt­ir,“ seg­ir Krist­ín Edwald, formaður Lög­fræðinga­fé­lags Íslands, um lík­ams­árás­ina á lög­manns­stofu í Lág­múla í morg­un, þar sem einn er al­var­lega slasaður og ann­ar særður eft­ir að hafa reynt að skakka leik­inn.

Krist­ín seg­ist aðeins hafa fengið fregn­ir af at­b­urðum gegn­um fjöl­miðla en því miður sýni þetta mál að lög­fræðinga­stétt­in þurfi að taka til um­fjöll­un­ar og end­ur­skoðunar ör­ygg­is­mál­in. Lög­menn hafi eft­ir hrunið fengið hót­an­ir frá fólki en þegar farið sé að beita of­beldi séu mál­in kom­in á allt annað og al­var­legra stig.





mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka