„Einhvern veginn leystist málið upp“

Landsdómur kemur saman í máli gegn Geir H Haarde
Landsdómur kemur saman í máli gegn Geir H Haarde Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gat ekki útskýrt hvers vegna Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, fékk ekki svar við bréfi sem hann sendi í apríl 2008 þar sem hann bauðst til að aðstoða Íslendinga við að minnka bankakerfið.

Seðlabanki Íslands og Seðlabanki Bretlands áttu í samskiptum fyrir hrun þar sem umsvif íslensku bankanna í Bretlandi voru til umfjöllunar. Breski  seðlabankinn hafði áhyggjur af innistæðum sem íslensku bankarnir voru að safna í Bretlandi. King sendi Davíð Oddssyni, þáverandi seðlabankastjóra, bréf 23. apríl 2008 og bauð fram aðstoð sína við að minnka íslenska bankakerfið.

Fram kom í Landsdómi í dag að Geir fékk send þrjú tölvuskeyti um þessi samskipti seðlabankanna. Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari spurði Geir hvort sú aðstoð sem King hefði boðið fram hefði verið þegin. Geir sagði að þessari aðstoð hefði a.m.k. ekki verið hafnað. Þeir hún ítrekaði spurninguna svaraði Geir: „Einhvern veginn leystist málið upp.“

Geir upplýsti einnig að á fundi sem hann átti með Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefði Brown að fyrra bragði boðist til að tala við King um þessi mál. Geir sagðist hins vegar ekki hafa heyrt meira frá Brown.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert