Maðurinn sem slasaðist alvarlega í eldsvoða í Tunguseli aðfaranótt föstudags er látinn.
Hann hét Einar Guðmundsson og var kennari við Kársnesskóla. Kyrrðarstund var haldin með nemendum í 8., 9. og 10. bekk á sal skólans nú í morgun. Stjórnendur skólans og séra Sigurður Arnarson leiddu kyrrðarstundina, samkvæmt upplýsingum frá Kársnesskóla.
Eldurinn kviknaði í íbúð á þriðju hæð í Tunguseli 8. Mikill eldur var í íbúðinni og þurfti að rýma allar íbúðir í tveimur stigagöngum. Vel gekk að slökkva eldinn. Reykur komst í margar íbúðir í húsinu. Annar íbúi í íbúðinni komst sjálfur út.