Vilja lögleiða fíkniefni

Ungir sjálfstæðismenn vilja lögleiða fíkniefni á Íslandi
Ungir sjálfstæðismenn vilja lögleiða fíkniefni á Íslandi mbl.is/reuters

Ungir sjálfstæðismenn telja að refsistefna sú sem rekin hefur verið í fíkniefnamálum hafi beðið algert skipbrot og telja því að afnema eigi bann við fíkniefnum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá SUS.

„Á sama tíma og refsingar í fíkniefnamálum hafa verið þyngdar hefur neysla á fíkniefnum aukist. Jafnframt hafa samfélagsleg vandamál tengd fíkniefneyslu aukist, svo sem glæpir og heilbrigðisvandamál. Góður árangur hefur hins vegar náðst í því að minnka drykkju og reykingar unglinga án þess að grípa hafi þurft til banna og refsinga.

Ungir sjálfstæðismenn vilja standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga. Með afnámi fíkniefnabanns yrði fótunum kippt undan undirheimahagkerfi sem veltir tugum milljarða árlega. Að sama skapi myndu erlend glæpagengi strax missa áhuga á því að koma upp starfsemi á Íslandi. Jafnframt myndi þetta koma neyslunni upp á yfirborðið sem myndi auðvelda eftirlit og hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda vegna neyslunnar,“ segir í tilkynningu frá SUS.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert