Yfirheyrslum yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir Landsdómi er lokið.
Í fyrramálið kl. 10 kemur dómurinn aftur saman. Þá kemur Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, fyrir hann. Í framhaldi af því kemur Arnór Sighvatsson, sem átti sæti í samstarfsnefnd um fjármálastöðugleika, fyrir dóminn.
Eftir hádegið verður svo skýrsla tekin af Davíð Oddssyni, fyrrverandi seðlabankastjóra.