Árásin kemur Þór ekki á óvart

Þór Saari,
Þór Saari, MBL/Ómar Óskarsson

Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, seg­ir að ekki sé und­ar­legt né óskilj­an­legt að árás, líkt og sú sem gerð var á lög­manns­stofu í gær, hafi verið fram­in.

„Það hef­ur vakið at­hygli mína í fjöl­miðlaum­fjöll­un um það voðaverk sem framið var á lög­fræðistofu hér í bæ í gær þar sem starfsmaður var slasaður lífs­hættu­lega í morðtil­raun, að flest­ir sem hafa tjáð sig segj­ast ekki skilja hvernig svona get­ur gerst. Nú er það svo að framn­ing á slíku voðaverki er okk­ur flest­um sem bet­ur fer óskilj­an­leg, þ.e. verknaður­inn sjálf­ur og það sem þarf til þess að fremja hann. 

Hitt er svo annað mál að það að slíkt skuli ger­ast í því ástandi sem hef­ur verið viðvar­andi hér á landi und­an­far­in tæp fjög­ur er hreint ekki und­ar­legt eða óskilj­an­legt. 

Hér á landi hef­ur smátt og smátt verið að byggj­ast upp ákveðið ástand, ástand ör­vænt­ing­ar, von­leys­is og reiði sem hjá þúsund­um manna er komið á hættu­legt stig, ástand sem mun ef svo fer sem horf­ir senni­lega hafa áfram­hald­andi of­beldi í för með sér. Íslenskt sam­fé­lag sam­tím­ans hef­ur á sér yf­ir­bragð sam­fé­lags þar sem meg­in­stoðirn­ar eru graut­fún­ar, rétt­ar­ríkið vafa und­ir­orpið og stjórn­völd af­skipta­laus og jafn­vel vit­laus. 

Sam­fé­lag þar sem ósann­girni, órétt­læti og jafn­vel hrein glæpa­mennska viðgengst þar sem yf­ir­völd hafa gef­ist upp fyr­ir ástandi sem þau ráða ekki við vegna skiln­ings­leys­is, kjark­leys­is og þverg­irðings­hátt­ar æðstu ráðamanna. Slíkt sam­fé­lag mun fyrr eða síðar verða dóm­stól göt­unn­ar að bráð hvort sem mönn­um lík­ar vet­ur eða verr,“ skrif­ar þingmaður­inn á bloggi sínu á Eyj­unni.

Hann seg­ir það fjár­hags­lega hrun sem varð hér hafa valdið þúsund­um fjöl­skyldna mikl­um fjár­hags­leg­um skaða, það hafi leitt til þess að þúsund­ir fjöl­skyldna misstu allt sitt, þúsund­ir fjöl­skyldna hafi þurft að yf­ir­gefa landið og þúsund­ir fjöl­skyldna viti ekk­ert hvernig þeim mun reiða af fjár­hags­lega næstu árin og jafn­vel ára­tug­ina. 

„Ótal fjöl­skyld­ur hafa splundr­ast og ótal manns hafa í ör­vænt­ingu tekið eigið líf og nú virðist sem nýj­um „áfanga“ í ömurðinni hafi verið náð með morðtil­raun á lög­manni í inn­heim­tu­geir­an­um. Í þessu sam­hengi er til­gangs­laust að benda á þá sem ekki skulda, þá sem hafa flutt til lands­ins og þá sem hafa samt haldið sjó. 

Slík­ur sam­an­b­urður breyt­ir engu fyr­ir hina sem fyrr voru upp­tald­ir og þó að rík­is­stjórn­in haldi á lofti statistík með töl­um um minnk­andi halla á rík­is­sjóði, aðflutta í stað brott­fluttra og fjölg­un fæðinga þá breyt­ir það held­ur engu fyr­ir hina sem fyrr voru upp tald­ir,“ skrif­ar Þór.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert