„Það liggur í mínum orðum að bönkunum hafi ekki verið við bjargandi frá 2005... Það hefði farið á sama veg hver sá sem sat í brúnni [hjá seðlabankanum]... [B]önkunum hefði ekki verið bjargað,“ sagði Arnór Sighvatsson, fv. aðstoðarseðlabankastjóri, um mat sitt á veikum grunni bankanna þegar á árinu 2005.
Arnór gaf skýrslu hjá Sigríði J. Friðjónsdóttur saksóknara og Andra Árnasyni verjanda Geirs H. Haarde fyrir landsdómi í dag.
Var rauði þráðurinn í svörum Arnórs að bankarnir hefðu glímt við alvarlegan eiginfjárvanda og vandi þeirra því ekki fyrst og fremst snúist um lausafjárþurrð.
Var það mat Arnórs að óraunhæft hefði verið að flytja eignir úr bönkunum á árinu 2008 enda hefði slíkt m.a. leitt til þess að bankar, sem væru jafnan með 10% eignir umfram skuldir, hefðu þurft að láta frá sér bestu eignirnar en setið eftir með hratið. Það hefði leitt til hruns bankanna