Davíð: Fáir höfðu áhyggjur

Davíð Oddsson mætir fyrir landsdóm í Þjóðmenningarhúsinu.
Davíð Oddsson mætir fyrir landsdóm í Þjóðmenningarhúsinu. mbl.is/Kristinn

„Þegar allt þetta safnaðist saman fóru áhyggjur mínar mjög vaxandi ... og eftir því sem á leið urðu félagar mínir, kollegar mínir, sammála um hætturnar sem þarna voru á ferðinni,“ sagði Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og ritstjóri Morgunblaðsins, um áhyggjur sínar af veikri stöðu bankanna þegar hann var einn þriggja seðlabankastjóra.

„Menn gátu keypt hvað sem var án nokkurrar fyrirstöðu,“ sagði Davíð um hraðan vöxt íslenskra fyrirtækja sem voru árum saman rekin án hagnaðar af því að þau áttu hlutabréf í bönkunum.

Davíð kvaðst hafa ásamt fáeinum öðrum haft vaxandi áhyggjur af því að bankarnir fengju ekki staðist við svo hraðan vöxt. „[Þ]etta var frekar tilfinning en örugg vissa... þessi tilfinning beið skipbrot þegar nýir og nýir ársreikningar sýndu að allt væri í stakasta lagi“.

„Innan Seðlabankans til að byrja með ... voru ekki allir sammála þessu mati mínu lengi vel... svo sem eðlilegt var,“ sagði Davíð um áhyggjur sínar af veikri stöðu bankanna.

Hann gagnrýndi fjölmiðla fyrir umfjöllun um áhrif sín í Seðlabankanum.

„Í umfjöllun fjölmiðla og rannsóknarskýrslu er mín persóna dregin mjög of fram,“ sagði Davíð og vísaði til áhrifa tveggja annarra seðlabankastjóra sem gegndu embætti samhliða honum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert