„Dómurinn kom mjög á óvart“

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason. Rax / Ragnar Axelsson

„Dómurinn kom mjög á óvart,“ sagði Jón Magnússon, lögmaður Björns Bjarnasonar, eftir að niðurstaða meiðyrðamáls á hendur Birni var ljós. Hann segist munu leggja það til við Björn að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Þá sagði hann ýmislegt athugavert við niðurstöðu dómsins.

Jôn segir að héraðsdómur hafi ekki tekið tillit til þess að Björn baðst afsökunar á mistökum sínum og ritvillur sem gerðar hefðu verið athugasemdir við verið lagfærðar í næstu prentun bókarinnar skömmu síðar. Í niðurstöðum dómsins segir að, við ákvörðun viðurlaga sé litið þess að Björn leiðrétti um­mælin á áberandi hátt og bað Jón afsökunar á þeim. „Það leiðir hins vegar ekki til þess að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda.“

Þá segir í dómnum, að þau ummæli Björns að Jôn Ásgeir hafi verið sakfelldur fyrir fjárdrátt séu röng  „Að lögum er munur á bókhaldsbroti, sem stefnandi var sakfelldur fyrir, og fjárdrætti.  Almennir lesendur gera mun á þessu tvennu.  Refsirammi 247. gr. og 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga er hins vegar sá sami.  Þó má ætla að í huga almennings sé fjárdráttur yfirleitt talinn vera alvarlegra brot en bókhaldsbrot.“

Þá segir að í ummælunum felist sú fullyrðing að Jôn Ásgeir hafi verið sakfelldur fyrir fleiri brot en hann var í raun.  „„Stefndi getur ekki borið fyrir sig að hann hafi ekki vitað betur, en niðurstaða dómsins var hverjum manni skýr.  Felst því í þessum orðum aðdróttun í skilningi 235. gr. almennra hegningarlaga.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert