Fundaði með danska Evrópumálaráðherranum

Össur Skarphéðinsson og Nicolai Wammen.
Össur Skarphéðinsson og Nicolai Wammen.

Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, fundaði í gær­kvöldi með Nicolai Wammen, Evr­ópu­málaráðherra Dan­merk­ur. Ut­an­rík­is­ráðherra gerði grein fyr­ir stöðu aðild­ar­viðræðna Íslands og ESB sem hleypt var af stokk­un­um um mitt síðasta ár, og lýsti þeim vilja ís­lenskra stjórn­valda að helstu hags­muna­mál Íslands, sjáv­ar­út­veg­ur, land­búnaður, byggðamál og myntsam­starf, yrðu tek­in fyr­ir sem fyrst.

Evr­ópu­málaráðherr­ann ít­rekaði stuðning Dan­merk­ur við aðild Íslands að ESB en Dan­ir gegna for­mennsku í Evr­ópu­sam­band­inu fram á mitt þetta ár. Ráðherr­arn­ir ræddu meðal ann­ars stöðuna á evru­svæðinu og sagði Wammen Evr­ópu­sam­bandið hafa gripið til rót­tækra ráðstaf­ana til að auka aga og aðhald í efna­hags­stjórn aðild­ar­ríkj­anna.

Hann sagði Dani styðja hinn nýja sátt­mála um fjár­mála­stöðug­leika sem und­ir­ritaður var í síðustu viku en danska krón­an er fast­tengd evr­unni í gegn­um sér­stakt sam­komu­lag um þátt­töku Dan­merk­ur í geng­is­sam­starf­inu ERM II. Nicolai Wammen hitti í dag for­sæt­is­ráðherra og sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, auk full­trúa úr ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert