Hefur gætur á 11 gengjum

Höfuðstöðvar Hells Angels.
Höfuðstöðvar Hells Angels.

Lög­regl­an hef­ur sér­stak­ar gæt­ur á ell­efu gengj­um sem talið er að teng­ist skipu­lagðri glæp­a­starf­semi á Íslandi. Inn­an­rík­is­ráðherra seg­ir það vilja ráðuneyt­is­ins að sér­stakt átaks­verk­efni gegn glæp­a­starf­semi verði fram­lengt. Þetta kom fram í kvöld­frétt­um RÚV.

Skipu­lögð glæp­a­starf­semi hér á landi er helst tal­in tengj­ast gengj­um sem oft og tíðum  kenna sig við ákveðna mótor­hjóla­klúbba. Í fjöl­miðlum er títt­rætt um mótor­hjóla­klúbba, svo sem Black Pist­ons, MC Ice­land, Outlaws og Hells Ang­els - en þeir eru fleiri. 

Lög­regl­an hef­ur sér­stak­ar gæt­ur á ell­efu klúbb­um hér á landi um þess­ar mund­ir sam­kvæmt frétt RÚV. Auk hinna áður­nefndu má nefna fé­lags­skap svo­kallaðra SOD-fé­laga í Reykja­vík, Suður­nesj­um og á Norður­landi. Lög­regl­an tel­ur 89 meðlimi sam­tak­ana tengda glæp­sam­legri starf­semi af ein­hverju tagi. 

Í frétt RÚV kom fram að á fundi lög­reglu, ráðherra og alls­herj­ar­nefnd­ar ný­lega hefði m.a. verið rætt hvort banna ætti bún­inga gengj­anna sem gagn­gert væru notaðir til að ógna og hóta. Þá var jafn­vel rætt um að banna starf­semi fé­lag­anna með öllu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert