Jóhanna hitti Evrópumálaráðherrann

Jóhanna Sigurðardóttir og Nicolai Wammen, Evrópumálaráðherra Danmerkur.
Jóhanna Sigurðardóttir og Nicolai Wammen, Evrópumálaráðherra Danmerkur.

Forsætisráðherra tók í dag á móti Nicolai Wammen, Evrópumálaráðherra Danmerkur, í stjórnarráðshúsinu. Þau ræddu aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið og stöðu mála, m.a. á evrusvæðinu.

Danir eru formennskuríki ESB fram til loka júní á þessu ári og áréttaði Evrópumálaráðherrann stuðning Dana við aðild Íslands að Evrópusambandinu, segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert