Sest að tafli í Hörpu í dag

Margir af sterkustu skákmönnum heims tefla á alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu sem hefst í Hörpu í dag og stendur til 13. mars. Um 200 keppendur frá um 40 löndum eru skráðir til leiks og hafa aldrei verið fleiri í næstum hálfrar aldar sögu mótsins. Mótið hefst í dag klukkan 16.30. Á föstudag og laugardag hefst taflið kl. 15. Tvær umferðir verða tefldar á sunnudag og hefst sú fyrri klukkan 9.30. Lokaumferðin hefst klukkan 13.

Meðal keppenda eru tvö efnilegustu ungmenni veraldar í skák: Kínverska stúlkan Hou Yifan, 18 ára, sem varð heimsmeistari kvenna aðeins 15 ára, og Ítalinn Fabiano Caruana, sem kominn er í 7. sæti heimslistans, þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára. Caruana er jafnframt stigahæsti skákmaður sem nokkru sinni hefur teflt á mótinu.

Af öðrum gestum má nefna Tékkann David Navara, sem er næststigahæstur, og Bosníumanninn Ivan Sokolov sem er sá erlendur meistari sem unnið hefur flesta sigra á Íslandi. Enn má nefna pólska meistarann Piotr Dukaczewski sem komist hefur í fremstu röð, þrátt fyrir að vera blindur. Meðal íslenskra keppenda eru Hannes Hlífar Stefánsson, sem sigrað hefur fimm sinnum á Reykjavíkurmótinu, og Hjörvar Steinn Grétarsson, efnilegasti skákmaður Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert