Sjö vitni fyrir landsdóm á morgun

Þjóðmenningarhúsið
Þjóðmenningarhúsið mbl.is / Hjörtur

Sjö vitni verða kölluð fyrir landsdóm á morgun. Fyrstur gefur skýrslu Ingimundur Friðriksson og verður það símaskýrsla, að því er segir í dreifiblaði dómsins. Næstur kemur Baldur Guðlaugsson klukkan 10.30 og svo Bolli Þór Bollason klukkan 13.00. Fjórða í röðinni er Áslaug Árnadóttir sem mætir fyrir dóminn klukkan 14.30.

Klukkan 15.00 kemur Jón Sigurðsson, fv. stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, bankaráðsmaður og varaformaður bankaráðs SÍ. Síðastur er svo Jón Þ. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjórnar SÍ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert