Skortur á iðnaðarmönnum

Erfitt hefur verið að fá byggingariðnaðarmenn til að sinna ýmsum …
Erfitt hefur verið að fá byggingariðnaðarmenn til að sinna ýmsum verkefnum.

Borið hef­ur á því að und­an­förnu að erfitt hafi verið að fá bygg­ing­ariðnaðar­menn til þess að sinna ýms­um verk­efn­um. Skort­ur á bygg­ing­ariðnaðarmönn­um virðist vera far­inn að segja til sín og má þenn­an skort helst rekja til lágra launa, sam­drátt­ar og mik­ils fólks­flótta.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á vef Vinnu­mála­stofn­un­ar var um 14% at­vinnu­leysi í janú­ar á meðal þeirra sem hafa iðnmennt­un. Einnig kem­ur fram á vef Hag­stof­un­ar að árið 2008 hafi um 18.000 manns verið við störf við mann­virkja­gerð en árið 2011 ein­göngu um 10.000 manns. Á síðastliðnum þrem­ur árum hafa 8.373 ein­stak­ling­ar flutt til út­landa um­fram aðflutta sam­kvæmt vef Hag­stof­un­ar. Alls hafa 5.480 Íslend­ing­ar flutt af landi brott á þess­um tíma og þar af 3.022 til Nor­egs. All­ir þess­ir þætt­ir hafa leitt til fækk­un­ar í iðnaðarmanna­stétt­inni.

Þor­björn Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Samiðnar, seg­ir tvær meg­in ástæður þess að und­an­farið hafi ekki verið auðvelt að fá iðnaðar­menn í verk­efni. „Ann­ars veg­ar hef­ur mik­ill fjöldi iðnaðarmanna hrein­lega flutt utan vegna lít­ill­ar vinnu hér á landi og þá sér­stak­lega til Nor­egs. Hins veg­ar hef­ur verið sam­drátt­ur í grein­inni al­veg frá ár­inu 2007“.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert