Steinn Jónsson: Staðsetning nýs spítala

Steinn Jónsson
Steinn Jónsson

„Þó svo að bygging nýs Landspítala hljóti að teljast til mestu þjóðþrifamála halda háværar deilur áfram um ýmsa veigamikla þætti málsins", segir Steinn Jónsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Steinn segir deilurnar snúast aðallega um það hvort rétt staðsetning hafi verið valin og hvort réttlætanlegt sé að taka 60-80 milljarða króna að láni fyrir framkvæmdinni.

Í niðurlagi greinar sinnar, sem lesa má í heild í blaðinu í dag, segir Steinn: „Þegar spurt hefur verið hvort rétt sé að endurskoða ákvörðun um staðsetninguna í ljósi veigamikilla málefnalegra sjónamiða er svarið alltaf það sama, málið er komið of langt. Það hlýtur að skipta höfuðmáli að það skapist sátt um verkefnið. Þetta má ekki verða þvingaður leikur í erfiðri stöðu sem margir hafa efasemdir um. Það er nauðsynlegt að fagleg sjónarmið verði látin ráða hvort sem um er að ræða skipulagsmál Reykjavíkur eða skipulag innan hins nýja spítala. Ef það kostar lengri umhugsun og vandaðri undirbúning er það skynsamlegasta úrræðið í stöðunni".

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert