Tiltekin ummæli ómerkt

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason. Kristinn Ingvarsson

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt Björn Bjarna­son til að greiða Jóni Ásgeiri Jôhann­es­syni 200 þúsund kr. í miska­bæt­ur, 200 þúsund kr. til að birta for­send­ur dóms auk þess sem til­tek­in um­mæli í bók Björns voru ómerkt. Þá þarf Björn að greiða Jóni fimm hundruð þúsund í máls­kostnað.

Málið snýst einkum um þau um­mæli Björns í bók sinni „Rosa­baug­ur yfir Íslandi“ sem gef­in var út síðastliðið sum­ar, þar sem fjallað er um Baugs­málið svo­nefnt, að Jón Ásgeir hafi fengið dóm fyr­ir fjár­drátt í tengsl­um við það mál þegar hið rétta var að hann var sak­felld­ur fyr­ir meiri­hátt­ar bók­halds­brot. Í kjöl­farið skrifaði lögmaður Jóns Ásgeirs Birni bréf og fór fram á það að um­mæl­in yrðu leiðrétt, Jón Ásgeir beðinn af­sök­un­ar, það aug­lýst og óseld ein­tök af bók­inni að auki tek­in úr sölu.

Krafa Jóns væri að um­mæli Björns yrðu dæmd dauð og ómerk og að hon­um yrði gerð refs­ing vegna brota gegn ákvæðum al­mennra hegn­ing­ar­laga um ærumeiðing­ar. Þá yrði Birni gert að greiða Jóni Ásgeiri miska­bæt­ur upp á eina millj­ón króna vegna máls­ins og að birta dóm­inn op­in­ber­lega og greiða kostnað vegna þess. Jón Magnús­son gerði á móti kröfu um að um­bjóðandi hans yrði sýknaður vegna máls­ins.

Við upp­kvaðningu dóms­ins kom fram að Birni yrði ekki gerð refs­ing en hann dæmd­ur til að greiða 200 þúsund krón­ur í miska­bæt­ur og 200 þúsund krón­ur til að standa straum af birt­ingu dóms­ins. Einnig að greiða máls­kostnað upp á hálfa millj­ón króna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert