Tóku Icesave málið mjög alvarlega

Björgvin G. Sigurðsson kom fyrir landsdóm í morgun
Björgvin G. Sigurðsson kom fyrir landsdóm í morgun mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Raun­veru­leik­inn var sá að ís­lensk stjórn­völd tóku þetta mál gíf­ur­lega al­var­lega. Við lit­um á þetta sem ógn­un við stöðug­leika á viðkvæm­um tím­um,“ sagði Björg­vin G. Sig­urðsson spurður fyr­ir Lands­dómi um af­stöðu stjórn­valda til Ices­a­ve-máls­ins í aðdrag­anda hruns­ins.

Björg­vin sagði að unnið hefði verið að því að „koma þess­um reikn­ing­um í burtu en okk­ur gafst ekki tími til þess [...] Við viss­um ekki þá að 15. sept­em­ber myndi allt fara á hliðina,“ sagði Björg­vin og vísaði í fall Lehm­an Brot­h­ers. Hann sagði að rík­is­stjórn­in og eft­ir­lits­stofn­an­ir hefðu tekið málið mjög al­var­lega.

Hann sagði málið hafa verið í „virku ferli“ á ár­inu 2008 sem hefði fal­ist í því að ná niður­stöðu með samn­ing­um um flutn­inga á eig­in fé bank­ans í áföng­um á móti því að reikn­ing­arn­ir yrðu tekn­ir úr úti­búi yfir í dótt­ur­fé­lög. Björg­vin sagðist enga ástæðu haft til að ætla annað en að Lands­bank­inn hefði lagt sig fram um að ná þessu í gegn.

All­ir voru meðvitaðir og upp­lýst­ir

„Ég veit að for­sæt­is­ráðherra þáver­andi fylgd­ist með því eins og efni stóðu til og gerði það sem hann þurfti að gera.“ Björg­vin sagði að þeir kost­ir sem uppi voru hefðu verið rædd­ir og hann hefði skynjað það á Geir að það að stjórn­völd settu fé í Ices­a­ve kæmi aldrei til greina, það væri að brenna skatt­pen­inga. All­ir hefðu verið meðvitaðir, upp­lýst­ir og virk­ir í þess­ari at­b­urðarás eins og efni stóðu til.

Spurður um af­stöðu stjórn­valda til hugs­an­legra inn­gripa í Ices­a­ve-málið og hvort hann hefði rætt málið við ákærða, Geir H. Haar­de, sagði Björg­vin þá hafa rætt mál­in og að stjórn­völd lagt ískalt og raun­hæft mat á stöðuna.

Niðurstaðan hefði verið sú að eina leiðin væri að bresk stjórn­völd heim­iluðu flutn­ing í dótt­ur­fé­lög. Það hefði aldrei komið til greina að ís­lensk stjórn­völd færu að greiða hundruð millj­óna króna vegna reikn­inga er­lend­is. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert