Umferðaróhapp á Nesinu

Bíllinn er talsvert skemmdur eftir óhappið.
Bíllinn er talsvert skemmdur eftir óhappið. mbl.is/Árni Sæberg

Ökumaður sem ók bifreið sinni á Seltjarnarnesi fyrr í kvöld missti stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar og staðnæmdist á gangstétt skammt frá biðskýli strætisvagna.

Umferðaróhappið átti sér stað á Norðurströnd og var mikil hálka á veginum. Eins og sjá má er bifreiðin mikið skemmd eftir óhappið en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu slasaðist enginn í útafakstrinum.

Vert er að vara vegfarendur sérstaklega við því að talsverð hálka er nú á götum höfuðborgarinnar og víðar. Er því mikilvægt að huga vel að akstrinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka