Embættismenn vitna í Landsdómi

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, heilsar hér Ingimundi Friðrikssyni, fyrrverandi …
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, heilsar hér Ingimundi Friðrikssyni, fyrrverandi seðlabankastjóra í landsdómi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sex embættismenn koma sem vitni fyrir Landsdóm í dag. Fyrstir koma Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi bankastjóri Seðlabankans og Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Vitnaleiðslur hófust kl. 9.

Eftir hádegið kemur Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu. Næstur kemur Áslaug Árnadóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu og staðgengill ráðuneytisstjóra, en hún var einnig formaður stjórnar Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta. Þá kemur Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og varaformaður bankaráðs Seðlabankans. Síðastur kemur Jón Þ. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjórnar Seðlabankans.

Ingimundur, Baldur og Bolli Þór sátu allir í samráðshópi um fjármálastöðugleika sem starfaði fyrir hrun. Talsvert hefur verið fjallað um störf hópsins í vitnaleiðslunum í gær og fyrradag

Í dag er þriðji dagur vitnaleiðslna í Landsdómi.
Í dag er þriðji dagur vitnaleiðslna í Landsdómi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert