Frosti Sigurjónsson: Peningar og lýðræði

Frosti Sigurjónsson
Frosti Sigurjónsson

„Þegar kemur að því að fjárfesta í markaðssetningu hugmynda og áróðurs hafa fjársterkir aðilar auðvitað mikið forskot. Ef við viljum ekki að aðgangur að fjármagni ráði úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslum þarf að setja lög í landinu sem jafna leikinn,“ segir Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur í grein í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að fámennt lýðræðisríki eins og okkar geti lent í miklum ógöngum ef erlendum stjórnvöldum og auðhringum sem eiga hagsmuna að gæta er leyft að beita fjármagni sínu til að hafa hér áhrif á lýðræðislega umræðu.

Grein Frosta má lesa í heild í blaðinu í dag en lokaorð hans þar eru þessi: „Beint lýðræði er gullið tækifæri fyrir kjósendur til að taka þátt í mikilvægum ákvörðunum og móta hér betra samfélag, en það mun fara illa, ef við leyfum lýðræðinu að afbakast í kapphlaup þar sem óbeislað vald og fjármagn fær að ráða úrslitum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert