Tveir handteknir vegna kortafölsunar

Afritunarbúnaðurinn sem mennirnir notuðu til að stela kortanúmerum.
Afritunarbúnaðurinn sem mennirnir notuðu til að stela kortanúmerum. Af vef lögreglunnar.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur nú til rann­sókn­ar mál er varðar af­rit­un greiðslu­korta með búnaði sem fest­ur var á hraðbanka.  Vís­bend­ing­ar um af­rit­un greiðslu­korta bár­ust lög­reglu sl. fimmtu­dag og nokkr­um klukku­stund­um síðar var er­lend­ur karl­maður um þrítugt hand­tek­inn er hann var að vitja um slík­an búnað sem var upp­sett­ur á hraðbanka í miðborg­inni. Ann­ar maður hef­ur einnig verið hand­tek­inn í tengsl­um við málið og hafa þeir báðir verið úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald til 16. mars næst­kom­andi.

Búnaður­inn sam­an­stend­ur af les­búnaði sem sett­ur er á kort­ar­auf hraðbank­ans og af­rit­ar seg­ul­rönd þeirra greiðslu­korta sem notuð eru og ör­smárri mynda­vél sem er fal­in ofan við lykla­borðið og tek­ur mynd af innslætti á ör­ygg­is­núm­er­um (PIN).

Fé­lagi manns­ins, sem einnig er um þrítugt, var síðan hand­tek­inn að morgni föstu­dags­ins á Kefla­vík­ur­flug­velli er hann var að reyna að kom­ast úr landi.  Þeir hafa báðir verið úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald til 16. mars. Fyr­ir ligg­ur að þess­ir aðilar hafa verið hér á landi frá því um miðjan síðasta mánuð og náð að af­rita nokk­urn fjölda af greiðslu­kort­um en tjón vegna þessa mun vænt­an­lega verða óveru­legt vegna þess hve skjótt náðist að hafa hend­ur í hári þess­ara aðila, seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni um málið.

Menn­irn­ir, sem eru frá Rúm­en­íu, eru grunaðir um að hafa af­ritað yfir þúsund kort með þess­um hætti.

 Af­rit­un greiðslu­korta með álíka hætti kom síðast upp hér á landi síðla árs 2006 en lög­regla hand­tók þá tvo aðila sem í fram­haldi voru dæmd­ir í 8 og 12 mánaða fang­elsi fyr­ir at­hæfið. 

Í til­kynn­ingu frá Valitor seg­ir að í síðustu viku hafi komst upp um til­raun til korta­svika hér á landi. „Tveir menn, sem urðu upp­vís­ir að því að af­rita korta­upp­lýs­ing­ar ásamt Pin-núm­er­um úr hraðbönk­um á höfuðborg­ar­svæðinu, sitja nú í gæslu­v­arðhaldi. Í flest­um til­vik­um komust korta­svik­ar­arn­ir yfir upp­lýs­ing­ar um de­bet­kort en sú fjár­hæð sem tókst að svíkja út í heild­ina er ekki há.

Lesa fyrri frétt­ir mbl.is um málið hér og hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert