Opnað hefur verið fyrir vefframtal einstaklinga á vef ríkisskattstjóra. Fleiri upplýsingar hafa verið skráðar inn á framtalið en áður og því ættu enn fleiri að geta nýtt sér einfalda framtalið.
Framtalsfrestur á netinu er til 22. mars. Mögulegt er að sækja um frest til 27. mars.
Meðal nýjunga við framtalið að þessu sinni, samkvæmt upplýsingum Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra, er að upplýsingar um laun barna eru áritaðar á barnaframtal. Einstæðir foreldrar geta nú notað einfalt framtal. Þá eru upplýsingar um kaupverð bíla sem keyptir eru á árinu skráðar inn á framtalið svo framteljandinn þarf ekki að skrá það eins og áður var.