Kjarvalsmynd fór á 2,9 milljónir

Málverk meistarans seldist fyrir jafnvirði 2,9 milljóna ísl. króna.
Málverk meistarans seldist fyrir jafnvirði 2,9 milljóna ísl. króna.

Kjarvalsmálverkið Sjómaðurinn og hafmeyjan í Eldhrauninu var selt í gær á uppboði hjá Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn fyrir 130.000 danskar krónur eða um 2,9 milljónir íslenskra króna.

Í umfjöllun um söluna í Morgunblaðinu í dag segir, að komin hingað heim til Íslands mun myndin kosta nálægt 5,2 milljónum með öllum kostnaði, að mati Tryggva Friðrikssonar, eiganda Gallerís Foldar.

Tryggvi sagði að ofan á söluverð Kjarvalsmyndarinnar legðust um 40 þúsund danskar krónur vegna uppboðsgjalds, höfundarréttargjalds og virðisaukaskatts. Yrði myndin flutt til Íslands þyrfti að pakka henni inn, flytja hana, tryggja og borga svo virðisaukaskatt af öllu saman hér á landi.

Málverk eftir Jón Stefánsson seldist á uppboðinu í gær á 60.000 danskar krónur eða 1.340 þúsund íslenskar.  Tryggvi taldi mjög sennilegt að Íslendingar hefðu keypt málverk Kjarvals og Jóns Stefánssonar á uppboðinu í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert