Mikil breyting og hröð á skipulagðri glæpastarfsemi

Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn ásamt Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra og Friðriki …
Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn ásamt Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra og Friðriki Smára Björgvinssyni yfirlögregluþjóni. Morgunblaðið/Júlíus

„Það hefur orðið mikil breyting og mjög hröð á skipulagðri brotastarfsemi hér,“ sagði Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins.

Hann mun ásamt Jóni F. Bjartmarz, yfirlögregluþjóni hjá ríkislögreglustjóra, fjalla um skipulagða glæpastarfsemi og viðbrögð lögreglunnar við henni á fundi Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, í ráðstefnusal Þjóðminjasafnsins í hádeginu á morgun.

Í samtali í Morgunblaðinu í dag kveðst Karl Steinar ætla að leitast við að svara spurningunni: Ráða íslensk lögregluyfirvöld við skipulagða brotastarfsemi?

„Ég mun gera fundargestum grein fyrir því hvernig ég horfi á stöðu mála nú og hver þróunin hefur verið á allra síðustu árum og misserum,“ sagði Karl Steinar. Hann kvaðst einnig ætla að ræða um hvernig umhverfi lögreglunnar er til þess að takast á við þetta verkefni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert