Mörg íslensk börn alast upp í fátækt

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Miðstjórn ASÍ sendi í dag …
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Miðstjórn ASÍ sendi í dag frá sér ályktun gegn fátækt á Íslandi. Eggert Jóhannesson

Miðstjórn Alþýðusam­bands Íslands seg­ir mörg ís­lensk börn al­ast upp í fá­tækt í álykt­un sem miðstjórn­in sendi frá sér í dag. Miðstjórn­in seg­ir skyldu okk­ar að taka á vanda þeirra sem standa höll­um fæti.

„Miðstjórn ASÍ lýs­ir áhyggj­um  sín­um yfir vax­andi fá­tækt á Íslandi. Það er skylda okk­ar að taka með af­ger­andi hætti á vanda þeirra ein­stak­linga og fjöl­skyldna sem standa höll­um fæti í sam­fé­lag­inu,“ seg­ir í álykt­un miðstjórn­ar ASÍ, sem samþykkt var í dag.

„Í umræðu um skulda­mál heim­il­anna hef­ur gleymst að á Íslandi er ört stækk­andi hóp­ur fólks sem býr við fá­tækt. Í hópi ör­yrkja, meðal eldri borg­ara og þeirra sem hafa verið lengi at­vinnu­laus­ir eru marg­ir svo illa stadd­ir fjár­hags­lega að þeir hafa vart ofan í sig né á, hvað þá að þeir geti leyft sér hluti sem ger­ir þeim kleift að vera virk­ir þátt­tak­end­ur í okk­ar sam­fé­lagi.“

Í álykt­un miðstjórn­ar ASÍ seg­ir að marg­ar efna­litl­ar fjöl­skyld­ur búi í leigu­hús­næði þar sem leig­an hafi hækkað á meðan húsa­leigu­bæt­ur hafi staðið í stað síðan í maí 2008.

Börn eiga að njóta sömu rétt­inda til mennta og tóm­stunda

„Rann­sókn­ir sýna að fá­tækt meðal ein­stæðra for­eldra er einnig mik­il og fer vax­andi. Í þess­um stóra hópi fá­tækra fjöl­skyldna elst nú upp mik­ill fjöldi barna. Við vilj­um byggja þjóðfé­lag þar sem öll ís­lensk börn eiga sömu mögu­leika til mennta og tóm­stunda. Því er ekki að heilsa í dag,“ seg­ir í álykt­un­inni.

„Þetta er ekki það nýja Ísland sem við vilj­um sjá rísa úr efna­hags­hrun­inu. Vax­andi fá­tækt er smán­ar­blett­ur sem þjóðin verður að má burt sem fyrst. Það á að vera for­gangs­mál að all­ir þegn­ar lands­ins geti lifað mann­sæm­andi lífi.“

Miðstjórn Alþýðusam­bands­ins hvet­ur stjórn­völd til að grípa til mark­vissra aðgerða í bar­átt­unni gegn fá­tækt á Íslandi.

Fjölskylduhjálp Íslands hefur í nógu að snúast og hefur aðsókn …
Fjöl­skyldu­hjálp Íslands hef­ur í nógu að snú­ast og hef­ur aðsókn í mat­araðstoð auk­ist mikið á síðustu árum. mbl.is/Ó​mar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert