Ögmundur styður Eyjamennina

Herjólfur siglir sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn.
Herjólfur siglir sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn. mbl.is/RAX

„Samþykkt þeirra er mjög mik­il­væg að mínu mati og ég tek und­ir þeirra mál­flutn­ing,“ seg­ir Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra um ákvörðun bæj­ar­stjórn­ar Vest­manna­eyja að beita sér fyr­ir stofn­un fé­lags um smíði á nýrri Vest­manna­eyja­ferju.

Bæj­ar­stjórn­in leit­ar til rík­is­ins, sveit­ar­fé­laga á áhrifa­svæði Land­eyja­hafn­ar, líf­eyr­is­sjóða og annarra fjár­festa um þátt­töku í ferju­fé­lag­inu. Ögmund­ur vill að ríkið komi þar að enda sé það nauðsyn­legt vegna þess hversu stórt verk­efnið er. „Við höf­um verið að ræða sam­an um hvaða form eigi að hafa á aðkomu hins op­in­bera að fjár­mögn­un. Ein hug­mynd­in er að stofna fé­lag um smíðina og bjóða rekst­ur­inn síðan út,“ seg­ir Ögmund­ur og tek­ur fram að sér lít­ist prýðilega á fram­tak Eyja­manna.

Nýja ferj­an á að vera sér­hönnuð til sigl­inga í Land­eyja­höfn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka