Öxnadalsheiði ófær

Það er hálka og éljagangur á Hellisheiði og í Þrengslum og eins á Mosfellsheiði en hálka og éljagangur er víðast hvar á Suðurlandi. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og hálka og éljagangur á Suðurnesjunum.

Hálka og snjór er á flestum leiðum á Vesturlandi. Hálka og éljagangur er á Vatnaleið.

Á Vestfjörðum er hálka, snjór og hálkublettir á láglendi. Snjór er á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum, þæfingsfærð er á Klettshálsi.

Á Norðurlandi vestra er hálka, ófært er á Öxnadalsheiði en hálka á Vatnsskarði, Þverárfjalli og Siglufjarðarvegi.

Á Norðausturlandi er hálka, snjór og skafrenningur. Hálka er á Víkurskarði en þæfingsfærð er á Hólasandi og í Jökuldal.

Á Austurlandi er hálka á Fjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarði. Þæfingur er á Breiðdalsheiði og Öxi. Á Suðausturlandi er hálka, hálkublettir og éljagangur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert