Ragnar Árnason: Sjávarútvegurinn og samkeppnin

Ragnar Árnason
Ragnar Árnason

„Undanfarna áratugi hefur íslenskum sjávarútvegi vegnað betur í hinni alþjóðlegu samkeppni en sjávarútvegi flestra annarra þjóða. Fyrir því eru ýmsar ástæður, þeirra á meðal góð náttúruskilyrði, löng útflutningshefð og framsækin fyrirtæki", segir Ragnar Árnason, prófessor, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Ein veigamesta ástæðan, segir Ragnar, er þó það stjórnkerfi fiskveiða, aflamarkskerfið svokallaða, sem hér var tekið upp í flestum veiðum á árunum 1980-1991. Aflamarkskerfið dró mjög úr hinu skaðlega kapphlaupi um aflamagn en hvatti fyrirtækin þess í stað til að hámarka verðmæti leyfilegs afla og tileinka sér langtímahugsunarhátt í fjárfestingum og markaðsstarfi.

Í lokaorðum greinar sinnar segir Ragnar m.a. en grein hans má lesa í heild í blaðinu í dag: „Sagan kennir okkur að búi stjórnvöld innlendum atvinnuvegum lakari samkeppnisskilyrði en atvinnuvegir annarra þjóða njóta er þess skammt að bíða að þessir atvinnuvegir lúti í lægra haldi í hinni alþjóðlegu samkeppni, dragist saman og visni. Þetta gerist óháð þeim náttúrulegu skilyrðum sem til staðar kunna að vera. Allt er þetta velþekkt í hagsögu og alþjóðahagfræði".

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert